fbpx

Martin Bjarni Guðmundsson Norðurlandameistari á stökki

Um síðastliðna helgi fór fram Norðurlandamót drengja undir 14 ára, mótið fór fram í íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði.

Vegna verkfalls flugmanna þá varð að breyta mótafyrirkomulaginu og keppa eingöngu á sunnudegi, en mótið átti að fara fram bæði á laugardegi og sunnudegi. Keppt var í liðakeppni, fjölþraut og til úrslita á áhöldum allt á sunnudeginum.

Íslenska landsliðið hafnaði í 4. sæti í liðakeppni, liðið var skipað eftirtöldum einstaklingum: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu, Adam Elí Arnaldsson, Ármanni, Aron Freyr Axelsson, Ármanni, Jónas Ingi Þórisson, Ármanni og Fannar Logi Hannesson, Björk.

Í einstaklingskeppninni var það Martin Bjarni Guðmundsson sem átti besta árangur mótsins af íslensku piltunum, hann hafnaði í 8 sæti af 24 keppendum, þetta er mikil bæting hjá Martin Bjarna frá sama móti fyrir ári síðan.

Í keppni á stökki, sýndi Martin Bjarni snilldar takta og framkvæmdi tvö glæsileg stökk, sem færðu honum gullverðlaun. Frábær árangur hjá þessum flotta fimleikamanni, verður ótrúlega gaman að fylgjast með honum á komandi árum.

 

Til hamingju strákar og til hamingju Martin Bjarni með árangurinn, við erum ótrúlega stolt af þér!

 

Úrslit mótsins er hægt að finna hér: http://fimleikasamband.is/index.php/mot/urslit/item/423-gull-%C3%AD-st%C3%B6kki?fb_action_ids=707671082624596&fb_action_types=og.likes&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582

 

You may also like...