Heimbikarmótið í París
Um liðna helgi fór fram heimsbikarmót í París, þar kepptu sex keppendur fyrir Íslands hönd og koma þau öll úr Gerplu.
Mótið fór fram í Ólympíuhöllinni og var stemingin hreint út sagt frábær, höllin var troðfull af áhorfendum og umgjörðin eins og á stærstu mótunum sem haldin eru.
Keppt var í undanúrslitum á laugardeginum hjá báðum kynjum.
Ágúst Ingi kepptir á hringjum, gólfi, tvíslá og svifrá. Ágúst átti frábæra seríu á hringjunum sem skiluðu honum 12.833 og 14. sæti. Frábærar svifráaræfingar og flott gólfsería en 0,5 í yfirdómarafrádrátt var okkar manni dýrkeypt, en 12.600 var lokaeinkunnin og 22. sætið.
Atli Snær keppti á bogahesti og gólfi. Atli Snær sýndi frábærar æfingar á gólfinu sem skiluðu honum bestu einkunn sem hann hefur fengið á alþjóðlegu móti 13.033 og var hann hársbreidd frá úrslitum eða í 12 sæti.
Dagur Kári keppti á bogahesti, tvíslá og svifrá. Dagur Kári sýndi glæsilega seríu á heimsmælikvarða á bogahestinum en rann á hestinum í lokin og einkunnin 12.733 og 27. sæti.
Hildur Maja keppti á slá. Því miður ekki besti dagur Hildar á slánni en hún var að frumsýna glænýja sláaræfingu sem verður gaman að sjá vaxa á næstu mótum.
Lilja Katrín keppti á tvíslá og gólfi. Glæsilegt heimsbikarmót hjá Lilju Katrínu, hún frumsýndi glæsilega nýja gólfæfingu og öruggar æfingar á tvíslá.
Thelma keppti á tvíslá, slá og gólfi. Glæsilegt mót hjá Thelmu og frábær byrjun á keppnistímabilinu, þar sem útgeislunin og listfengið skein af henni Thelmu í frábærum gólfæfingum og sláin pökkuð af erfiðleika. Tvísláin örugg og yfirveguð.


Frábært mót fyrir okkar fólk sem er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót og Norður Evrópumót sem fara fram í október. Við óskum þeim innilega til hamingju með mótið um helgina og góðs gengis í undirbúningi fyrir komandi stórmót.
Áfram Gerpla og áfram Ísland!