fbpx

Fimleikahringurinn hafinn

Meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum hefur nú lagt af stað í Fimleikahringinn annað árið í röð. Þær ferðast  um landsbyggðina með það að markmiði að kynna íþróttina fyrir fimleikaáhugamönnum. Þær munu alls koma við á sex stöðum og halda úti vinnubúðum fyrir börnin en auk þess sýna þær listir sínar í lokin.

Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Í ár fengu stúlkurnar fyrirtækin UMFÍ, Olís og Símann til liðs við sig og í lok hvers námskeiðs verða börnin leyst út með gjöfum.

Fréttir af stelpunum og hringferðinni er að finna á Facebook, undir nafninu Fimleikahringurinn. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með stúlkunum þar, þær eru duglegar að setja inn myndir og fréttir eftir hverjar vinnubúðir, en það er einmitt Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.

Stelpurnar hafa nú þegar komið við á Dalvík og Ólafsfirði og er stefnan tekin á Siglufjörð í dag í Íþróttamiðstöð Siglufjarðar kl.16.00-18.00.

Næstu áfangastaði er að finna hér að neðan:
Fimmtudagurinn  21. júlí: Íþróttamiðstöðin á  Sauðárkróki kl. 16.00-18.00
Föstudagurinn  22. júlí: Íþróttamiðstöðin á Stykkishólmi kl. 13.00-15.00
Föstudagurinn  22. júlí: Íþróttavellinum á Grundarfirði kl. 20:15

 

You may also like...