fbpx

Félagsgjöld Gerplu 2020

Gerpla hefur nú sent út til félagsmanna valgreiðslu í heimabanka. Félagsgjaldið er 2500kr. fyrir tímabilið 2019-2020 en það var sú upphæð sem var samþykkt á síðasta aðalfundi félagsins.

Með því að greiða félagsgjald Gerplu styrkir þú starfsemi félagsins meðal annars til endurmenntunar þjálfara og aðbúnað iðkenda.

Engar aðrar skyldur fylgja félagsaðild eða því að greiða valgreiðslukröfuna, en við hvetjum félagsmenn og velunnara til að fylgjast með því starfi sem unnið er í félaginu með því að skoða heimasíðu félagsins á www.gerpla.is, skoða fréttabréfin á gerpla.is, fylgjast með samfélagsmiðlum og sækja mót og sýningar sem haldin eru á vegum félagsins. 

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að greiða gjaldið fyrir þetta tímabil og hafi valgreiðsla ekki borist í heimabankann ykkar en þið viljið styrkja félagið með þessu framlagi þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við skrifstofu á netfangið gerpla@gerpla.is  Einnig bendum við á þann möguleika að hægt er að skrá sig sem félagsmann Gerplu á heimasíðu félagsins gerpla.is

Samkvæmt 3. gr. laga Íþróttafélagsins Gerplu er félagsaðild skilgreind svo:

3.1. Félagar geta allir orðið sem samþykkja lög þessi og heita að fylgja samþykktum félagsins gerðum á almennum félagsfundum eða stjórnarfundum.  Þegar um er að ræða börn undir 18 ára aldri, sem vilja ganga í félagið, skal foreldri eða ábyrgðamaður einnig ganga í félagið og sinna félagslegum skyldum fyrir barnið. Hver sá er ganga vill úr félaginu, sendi skriflega úrsagnabeiðni til stjórnar félagsins.

Með fyrirfram þökk um veittan stuðning
Íþróttafélagið Gerpla

You may also like...