EYOF 2025

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var haldin í Skopje Norður-Makedóníu dagana 20.-26. júlí. Fimleikakeppnin gat þó ekki farið fram þar og var haldin í Osijek í Króatíu.

Ísland sendi tvo drengi og þrjár stúlkur til keppni og átti Gerpla þar af tvo fulltrúa sem voru þau Rakel Sara Pétursdóttir og Kári Pálmason. Bæði Kári og Rakel stóðu sig vel á mótinu en Ólympíuhátíðin er mjög sterkt mót þar sem allra bestu keppendur Evrópu mæta til leiks.  

Kári átti í heildna mjög gott mót. Hans bestu áhöld voru gólf og tvíslá þar sem hann skoraði 12,1 á gólfi og varð í 40. sæti og 12,0 á tvíslá sem skilaði honum 31. sæti sem er vel fyrir ofan miðjan hóp. Uppáhaldsáhaldið hans er svifrá og er hann með mikinn erfiðleika á því áhaldi. Æfingin gekk þó ekki alveg upp sem skyldi og fer beint í reynslubankann. Kári endaði í 41. sæti af 77 keppendum í fjölþraut.

Rakel Sara átti líka mjög gott mót í heildina en jafnvægissláin var aðeins að stríða henni. Hennar langbesta áhald var stökk en hún náði 16. sæti af 48 keppendum sem gerðu tvö stökk. Hún fékk 12,65 í einkunn og var aðeins 0,25 frá úrslitum. Það er frábær árangur hjá  henni enda er hún mjög sterk á stökkinu og framkvæmdi bæði stökkin mjög vel. Hennar næst besta áhald var gólfið og endaði hún í 45. sæti þar sem er fyrir ofan miðjan hóp með einkunnina 11,7. Rakel Sara endaði í 54.s æti af 98 keppendum í fjölþraut.

Flott mót í heildina hjá Kára og Rakel og verður gaman að fylgjast með þeim á komandi tímabili.

Við óskum keppendum, þjálfurum og fjölskyldu innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir: https://fimleikasambandislands.smugmug.com/2025/EYOF2025

You may also like...