Dagur Kári íþróttamaður Kópavogsbæjar 2025

Íþróttahátíð Kópavogs var haldin hátíðleg í Salnum í Kópavogi í kvöld.

Bæði Dagur Kári Ólafsson og Hildur Maja Gudmundsdóttir voru tilnefnd. Dagur Kári var að vinna titilinn íþróttamaður Kópavogs í fyrsta skipti enda með frábært og sögulegt fimleikaár að baki og virkilega vel að titlinum kominn.

Í flokki 13-16 ára fengu þau Rakel Sara Pétursdóttir, Elín Þóra Jóhannesdóttir og Kári Pálmason viðurkenningu fyrir góðan árangur 2025. Rakel Sara og Kári fengu jafnframt viðurkenningu fyrir unna Norðurlandameistaratitla 2025.

Við erum virkilega stolt af okkar íþróttafólki og óskum þeim ásamt þjálfurum og aðstandendum innilega til hamingju með árangurinn.

You may also like...