Breytingar á starfsliði Gerplu
Í haust urðu breytingar á starfsliði Gerplu þegar Bára Björt Stefánsdóttir sem sinnt hefur deildarstjórastöðu almennu deildarinnar tók við deildarstjórastöðu fimleikadeildar kvenna.
Rósa Benediktsdóttir sem sinnt hefur þjálfun hjá okkur í Gerplu og haft hefur yfirumsjón með sumarnámskeiðum tók við starfi deildarstjóra almennu deildarinnar. Það er í mörg horn að líta hjá deildarstjórunum okkar til að passa uppá að starfið gangi vel fyrir sig og þjónustan við okkar félaga sé sem best.
Sif Pálsdóttir sem sinnt hefur deildarstjórastarfi fimleikadeildar kvenna tók við starfi íþróttastjóra en það er mjög fjölbreytt og yfirgripsmikið starf innan Gerplu enda er Gerpla eitt af stærstu íþróttafélögum landsins. Það er alltaf líf og fjör í Gerplunni og hlökkum við til komandi tíma.
Áfram Gerpla!


