fbpx

Áhugaverð ráðstefna á vegum UMFÍ og ÍSÍ

bordi-fyrir-vefsidur-2-png

ÍSÍ og UMFÍ – Ungmennafélag Íslands standa fyrir ráðstefnu þann 1. október sem ber yfirskriftina Sýnum karakter – Ráðstefna. Ráðstefnan markar upphaf af verkefni sem ber sama heiti og er ætlað þjálfurum, foreldrum og íþróttafélögum.

Verkefnið er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Þarna er mikilvægi þjálfarans sett í fókus og einblínt á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram þann líkamlega. Þetta eru þættir eins og áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeiting, leiðtogar og markmiðssetning. Hafrún Kristjánsdóttir og Viðar Halldórsson eru höfundar að efninu. ÍSÍ og UMFÍ hvetja sambandsaðila og aðra til að deila viðburðinum, koma á hann og fylgjast með.

You may also like...