fbpx

AÐALFUNDUR FORELDRARÁÐS GERPLU 2018 FUNDARBOÐ

Kæru foreldrar iðkenda í keppnishópum Gerplu.

Aðalfundur foreldraráðs Gerplu verður haldinn fimmtudaginn 4.október kl. 20.00 á 2. hæð í húsnæði félagsins að Versölum.

Á fundinum verður farið stuttlega yfir hlutverk foreldraráðs og starf síðasta árs sem og það sem framundan er.

Enn fremur þarf að afgreiða eftirfarandi atriði:

  1. Kosning stjórnar – í foreldraráði starfa 7 fulltrúar, í vetur hætti einn og það skarð var ekki fyllt. Því hafa einungis 6 starfað seinni hluta síðasta tímabils. Þrír af þeim sex meðlimum stjórnar foreldraráðs á síðasta ári munu gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni og því vantar a.m.k. þrjá nýja stjórnarmenn.  Gott væri ef þeir foreldrar sem hafa hug á að gefa kost á sér til setu í stjórn foreldraráðs mundu láta vita með því að senda tölvupóst á netfangið gerplaforeldrarad@gmail.com.

 

  1. Skipun umsjónarmanna – Skipa þarf umsjónarmenn fyrir alla keppnishópa. Hlutverk þeirra er einkum að skipuleggja 1-2 félagslega viðburði fyrir hópinn, aðstoða við undirbúning og framkvæmd keppnis- og æfingaferða og að vera tengiliður foreldra við þjálfara.

 

  1. Skipun sjoppu- og fjáröflunarnefnda – Hluti af meðlimum beggja nefnda munu láta af störfum og því vantar nýja nefndarmenn.

Að þessu afgreiddu gefst okkur foreldrunum svo tækifæri til að ræða saman í góðu tómi, meðal annars um það hvernig við getum gert starf foreldraráðs sem best og öflugast.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Bestu kveðjur,
Foreldraráð

You may also like...