fbpx

Rútuferðir – tilraunaverkefni – upplýsingar

Undanfarin ár hefur Gerpla ítrekað kannað með rútuferðir frá skólum og í Gerplu. Nú er komið að því að félagið ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni í haust varðandi rútuferðir. Iðkendur verða sóttir í skólana og mun starfsmaður frá Gerplu vera í rútunni. Forráðamenn þurfa að sækja iðkendurna eftir æfingu í Gerplu.

Ruta

Það verður ein rútuferð á dag frá Smáraskóla, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla á virkum dögum.

Rútuskipulagið er eftirfarandi:

13:50     Smáraskóli

13:55     Lindaskóli

14:00     Gerpla

14:20     Vatnsendaskóli

14:25     Hörðuvallaskóli

Tímasetningarnar eru settar upp í samráði við rútufyrirtækið. Rúturnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir iðkendur í grunn og framhaldshópum en að sjálfsögðu er öðrum iðkendum félagsins velkomið að nýta sér rútuferðirnar ef það er laust pláss. Við höfum tekið saman tölur um iðkendur sem búa í hverfunum og það eiga að vera nokkur pláss í rútunum á hverjum degi.

Við viljum hvetja ykkur til að ræða við börnin um að þau eigi að setja á sig bílbelti í rútunni. Starfsfólk Gerplu mun aðstoða þá sem þurfa á því að halda en mjög gott er að vera búin að ræða við þau heima um þetta.

Við vonumst til þess að þetta verkefni gangi vel fyrir sig og munum leitast eftir góðu samstarfi við skólana og dægradvöl til þess að þetta gangi sem best fyrir sig.

You may also like...