Í vetrafríinu, mánudaginn og þriðjudaginn 19.-20. febrúar, frá kl. 9:00 til 13:00 verður opið í fimleikasalnum í Vatnsenda fyrir alla krakka sem eru á aldrinum 6-12 ára. Krakkarnir geta komið og fengið að leika sér, gert fimleika og haft gaman.
Það kostar 3500 kr. inn, það verður hægt að borga með posa eða pening. Gott að koma með vatnsbrúsa og smá nesti.
Þetta er fjáröflun fyrir meistaraflokk kvenna í hópfimleikum. Hlökkum til að sjá sem flesta, fimleikakrakkar, systkini og vinir velkomin!