✨ÞJÁLFARAKYNNING 3✨🤸🏽♀️Frosti æfði sjálfur í meistarflokki, núna er hann að þjálfa Hraðferð 3 og 6. þrep. Hann nær að hafa gott jafnvægi á milli þess að halda aga og að það sé skemmtilegt á fimleikaæfingunni. Hann er mjög skipulagður, þolmóður og nær að útskýra allt virklega vel.🤸🏽♀️Linda Björk hefur verið þjálfari hjá okkur í nokkur ár. Hún kemur að mörgum hópum en hún þjálfar stelpur í grunn- og framhaldshópum, einnig þjálfar hún í keppnisdeildinni 6. þrep og 5. þrep í áhaldafimleikum og líka landsregluhóp. Linda Björk var lengi vel iðkandi sjálf í fimleikum hjá okkur í Gerplu, sem er skemmtilegt fyrir iðkendur hennar þar sem hún getur sýnt þeim sjálf ákveðnar fimleikaræfingar sem þær eiga að gera svo sjálfar. Linda er flott fyrirmynd, með góða nærveru og hugsar vel um iðkendur sínar🤸🏽♀️ Artem hefur verið þjálfari hjá okkur í tæp þrjú ár. Hann var áður iðkandi í áhaldafimleikum karla. Artem er virkur þjálfar, hann setur mikinn metnað í sitt starf sem skilar sér til iðkenda. Hann nær vel til þeirra drengja sem hann þjálfar. Artem er duglegur að læra af öðrum þjálfurum og spyrja og gerir það hann að frábærum þjálfara.🤸🏻♀️ Skarphéðinn er búinn að vera virkur í þjálfun hjá okkur í nokkur ár og við erum mjög ánægð að hann sé hluti af okkar Gerplu liði.Hann hefur mest verið að þjálfa parkour hópana hjá okkur og hefur verið bæði að þjálfa hópa og komið inn sem aðstoðarþjálfari og það er alltaf gott að vita af honum.Skarphéðinn er duglegur og ábyrgðarfullur og alltaf gott að leita til hans sem þjálfara.🤸🏻♀️ Alexander byrjaði að þjálfa hjá okkur núna á vorönn og hefur komið gríðarlega sterkur inn í starfið okkar.Hann hefur tekið við mun fleiri hópum en við lögðum upp með og hefur gert það með glæsibrag. Alex býr að miklum íþrótta- og þjálfunar bakgrunni en er að stíga sín fyrstu skref sem fimleikaþjálfari núna á vorönn. Hann hefur staðið sig alveg til fyrirmyndar og er nú þegar búinn að læra grunninn í þjálfun á fimleikum. Í dag þjálfar hann grunnhóp fyrir iðkendur með fötlun og grunn- og framhaldshóp drengja. Hann hefur einstakt lag á að ná til barnanna og erum við ótrúlega ánægð með að hafa fengið hann til liðs við okkur. ... See MoreSee Less
Í gær var landsliðsfólkið okkar og þjálfarar í áhaldafimleikum heiðraðir fyrir frábæran árangur á Norðulandamóti Unglinga sem var fyrsta landliðsverkefnið hjá þessum flottum iðkendum. Við erum óendanlega stolt af okkar fólki og óskum þeim alls hins besta um leið og við hvetjum þau öll til frekari afreka á komandi mánuðum og árum.Þökkum H verslun fyrir að hjálpa okkur að gleðja fólkið okkar ❤️ ... See MoreSee Less