fbpx

Fimleikar fyrir alla (FFA)

Við í Gerplu leggjum okkur fram við að bjóða upp á fimleika fyrir alla. Ef áhugasvið iðkanda liggur ekki í keppni í fimleikum heldur meira í heilsurækt og sýningum hentar FFA hópar þeim iðkanda. Hóparnir stefna á að taka þátt í Eurogym, fimleikasýningu sem er haldin annað hvert ár, næst árið 2022 í Sviss.

Einnig er þessi hópur tilvalinn fyrir þá sem byrja seint að æfa fimleika til að kynnast íþróttinni og njóta sín í heilsueflandi umhverfi.

Markmið hópsins er að efla grunnþjálfun í fimleikum sem og styrk og þol.

ÁHÖLD & STYRKUR

Langar þig að halda áfram í áhaldafimleikum en vilt ekki keppa? Eða ertu að koma inn aftur eftir hlé?

Við hjá Íþróttafélaginu Gerplu ætlum að byrja með nýjan hóp fyrir stelpur sem eru hættar að keppa í þrepunum / frjálsum æfingum en vilja halda sér við með að mæta á fimleikaæfingar og hafa gaman í skemmtilegum hóp.Hópurinn er fyrir stúlkur fæddar 2007 og seinna sem hafa áður æft áhaldafimleika, allir velkomnir.

Góð upphitun – Styrktarþjálfun – Æfingar á áhöldum – Teygjur

3x í viku

Maí námskeið 5 vikur, 3. maí – 4. júní
Þriðjudaga 18:30-20:30, fimmtudaga og föstudaga 19:00-21:00
Verð 12.000 kr

Sumarnámskeið júní 4 vikur, 7. júní – 1. júlí
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga 17:00-19:00
Verð. 9.600 kr

Sumarnámskeið ágúst 3 vikur, 3. ágúst – 19. ágúst
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga 17:00-19:00
Verð 7.500 kr

Ef aðsóknin er góð munum við vera með hópinn áfram haustið 2021

Skráning fer fram í https://www.sportabler.com/shop/Gerpla og opnar fyrir maí námskeiðið mánudaginn 26. apríl.Hlökkum til að taka á móti ykkur í Gerplu