fbpx

Fimleikar fyrir alla (FFA)

Við í Gerplu leggjum okkur fram við að bjóða upp á fimleika fyrir alla. Ef áhugasvið iðkanda liggur ekki í keppni í fimleikum heldur meira í heilsurækt og sýningum hentar FFA hópar þeim iðkanda. Hóparnir stefna á að taka þátt í Eurogym, fimleikasýningu sem er haldin annað hvert ár, næst árið 2022 í Sviss.

Einnig er þessi hópur tilvalinn fyrir þá sem byrja seint að æfa fimleika til að kynnast íþróttinni og njóta sín í heilsueflandi umhverfi.

Markmið hópsins er að efla grunnþjálfun í fimleikum sem og styrk og þol.

Skráning fer fram í https://www.sportabler.com/shop/Gerpla