fbpx

Fimleikakempur

Æfingatafla fyrir haust 2023 birtist hér í síðasta lagi 19.ágúst

Fimleikakempur er hópur fyrir 16 ára eldri og er hópfimleikamiðaður.

Hópurinn var hugsaður fyrir gamlar hópfimleikakempur, til að koma og fá hreyfingu í því umhverfi sem þau eru vön. Hópurinn í dag er opinn fyrir alla sem vilja koma og prufa hópfimleika og er getustigið mjög breitt. Þar æfa einstaklingar sem eru að reyna að komast inn í keppnishópa í hópfimleikum til jafns við iðkendur sem eru að rifja upp grunninn í hópfimleikum.

Þessi hópur er tilvalinn fyrir þá sem hafa áður verið í fimleikum og vilja koma og hreyfa sig í skemmtilegum félagsskap. Byrjendur eru að sjálfsögðu velkomnir líka.

Það er tvennt hægt að gera ef þú vilt æfa með þessum hóp. Annarsvegar fara inn á https://www.sportabler.com/shop/gerpla/almenndeild og skrá þig í hópinn og þá átt þú aðgang að öllum æfingum annarinnar.

Hinn kosturinn er að kaupa klippikort. Við erum með 10 skipti á 17.500 kr. og 30 skipti á 43.000 kr. Þá getur þú valið þér æfingar til að mæta á.

Upplýsingar veitir Rakelm@gerpla.is